Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 30. mars 2011 20:58 Marcus Walker skoraði 31 stig í kvöld, KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira