Körfubolti

Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkurkonur fagna hér sigri í gækvöldi.
Njarðvíkurkonur fagna hér sigri í gækvöldi. Mynd/ÓskarÓ
Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum.

Deildarmeistararnir voru síðast slegnir út úr undanúrslitunum úrslitakeppninnar vorið 1997 þegar Grindavík sló út Keflavík. Grindavíkurstúlkur fóru síðan alla leið og unnu 3-0 sigur á KR í úrslitaeinvíginu um titilinn en það var fyrsti og eini Íslandsmeistaratitill kvennaliðs félagsins. Njarðvíkurliðið á möguleika á að endurtaka leikinn og vinna sinn fyrsta stóra titil.

Það er líka þegar orðið ljóst að í fyrsta sinn í níu ár fara deildarmeistarnir ekki alla leið og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta liðið til að verða Íslandsmeistari án þess að vinna deildina á undan var lið KR sem vann 3-2 sigur á ÍS í lokaúrslitunum 2002.





Gengi deildarmeistara í úrslitakeppni kvenna 1984-2011:Íslandsmeistarar 14 (1993, 1994, 1996, 1998, 1999, 2001, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010)

Silfurverðlaun 3 (1995, 2000, 2002)

Í undanúrslit 2 (1997, 2011)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×