Matthías enn týndur: Mamma hans heldur í vonina Erla Hlynsdóttir skrifar 30. mars 2011 09:07 Matthías er enn ekki kominn í leitirnar. Hann er 21 árs gamall Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar sem hvarf sporlaust skömmu fyrir síðustu jól. Lögreglan hefur engar nýjar vísbendingar fengið um ferðir Matthíasar. Björgunarsveitir koma ekki til með að leita Matthíasar nema eitthvað nýtt komi fram. „Þetta mál er mjög sérstakt því það er afar erfitt að rekja ferðir hans," segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri aðgerða- og skipulagsdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vísar til þess að Matthías var mikill einfari, notaði aldrei farsíma eða kreditkort, og átti fáa vini. Lögreglan heldur málinu opnu. Móðir Matthíasar, Þórgunnur Jónsdóttir, er sannfærð um að Matthías skilar sér heim á endanum. „Mig er búið að dreyma hann. Mig dreymdi að ég væri að taka á móti honum. Við vorum á flugstöð, það voru vængjadyr með þykku gleri og ég sá móta fyrir honum í gegn um glerið. Við heilsuðumst og allt var eðlilegt. Við gengum svo saman út úr flugstöðinni," segir hún. Móðir Matthíasar er búsett á Kjalarnesi. Matthías bjó lengi vel í gömlum rússajeppa sem fannst brunninn við Esjurætur í janúarmánuði. Þá voru gerðar út björgunarsveitir til að leita Matthíasar, en án árangurs. Þórgunnur heldur í vonina um að sonur hennar snúi aftur heim, og útilokar ekki að hann hafi hreinlega farið til útlanda. „Maður velur sér sinn raunveruleika. Ég vel að trúa því að þetta fari allt vel. Þetta er sú stefna sem ég hef tekið og það bjargar minni hugarró," segir hún. Í samtali við Vísi í janúar sagðist Þórgunnur ekki útiloka að Matthías hafi farið í svokallað „walkabout" að hætti ástralskra frumbyggja. Þar tiðkast það hjá ungum mönnum að búa í óbyggðum í allt að hálft ár þar sem þeir komast í nána snertingu við náttúruna og æðri anda. Eftir þetta teljast þeir fullnuma karlmenni. Þá sagði hún einnig frá áhuga hans á Stiklum Ómars Ragnarssonar. „Hann hefur gaman af svona sérvitringum eins og Gísla á Uppsölum. Matti er sérvitur og hefur hugrekki til að vera hann sjálfur," sagði Þórgunnur. Tengdar fréttir Bifreið Matthíasar fannst brunnin Bifreið Matthíasar Þórarinssonar, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, fannst í gær í malarnámum nærri heimili hans. 13. janúar 2011 15:48 Árangurslaus leit að Matthíasi Eftirgrennslan eftir Matthíasi Þórarinssyni hefur enn engan árangur borið og fáar vísbendingar hafa borist um hvar hann gæti verið niðurkominn. „Við erum búnir að vera að púsla og fylla inn í púsluspilið, en raunverulega hefur það ekki borið neinn árangur. Við höfum fengið fáar vísbendingar um ferðir hans,“ segir Ágúst Svansson 19. janúar 2011 10:36 Matthías hefur ekki fundist Ekkert hafði spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðdegis í gær, en hans hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 18. janúar 2011 05:45 Enn lýst eftir Matthíasi - nýjar myndir af honum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í alllangan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 sm á hæð og ljósskolhærður, haldi til einhversstaðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri. 20. janúar 2011 19:48 Björgunarsveitir leita að Matthíasi Lögregla og björgunarsveitir munu í fyrramálið gera út leitarhópa í von um að finna Matthías Þórarinsson sem hefur verið saknað í nokkurn tíma. Lögregla hefur lýst eftir Matthíasi en það hefur engan árangur borið. Leitarhundar verða með í för um helgina en ekki hefur áður verið lagt í skipulega leit að Matthíasi, aðallega því lögregla hefur ekki vitað hvar skyldi leita hans. 14. janúar 2011 14:00 Móðir Matthíasar: „Mig dreymir hann á nóttunni“ „Auðvitað hef ég áhyggjur af honum. Mig dreymir hann á nóttunni. Núna síðast fannst mér hann kominn í eitthvað hús með fullt af listafólki sem var að stúdera Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Húsið hét Ásmundur. Matti hafði þá bara gleymt sér þar og gleymt að láta mig vita hvar hann var," segir Þórgunnur Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið týndur síðan fyrir jól. 21. janúar 2011 11:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar sem hvarf sporlaust skömmu fyrir síðustu jól. Lögreglan hefur engar nýjar vísbendingar fengið um ferðir Matthíasar. Björgunarsveitir koma ekki til með að leita Matthíasar nema eitthvað nýtt komi fram. „Þetta mál er mjög sérstakt því það er afar erfitt að rekja ferðir hans," segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri aðgerða- og skipulagsdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vísar til þess að Matthías var mikill einfari, notaði aldrei farsíma eða kreditkort, og átti fáa vini. Lögreglan heldur málinu opnu. Móðir Matthíasar, Þórgunnur Jónsdóttir, er sannfærð um að Matthías skilar sér heim á endanum. „Mig er búið að dreyma hann. Mig dreymdi að ég væri að taka á móti honum. Við vorum á flugstöð, það voru vængjadyr með þykku gleri og ég sá móta fyrir honum í gegn um glerið. Við heilsuðumst og allt var eðlilegt. Við gengum svo saman út úr flugstöðinni," segir hún. Móðir Matthíasar er búsett á Kjalarnesi. Matthías bjó lengi vel í gömlum rússajeppa sem fannst brunninn við Esjurætur í janúarmánuði. Þá voru gerðar út björgunarsveitir til að leita Matthíasar, en án árangurs. Þórgunnur heldur í vonina um að sonur hennar snúi aftur heim, og útilokar ekki að hann hafi hreinlega farið til útlanda. „Maður velur sér sinn raunveruleika. Ég vel að trúa því að þetta fari allt vel. Þetta er sú stefna sem ég hef tekið og það bjargar minni hugarró," segir hún. Í samtali við Vísi í janúar sagðist Þórgunnur ekki útiloka að Matthías hafi farið í svokallað „walkabout" að hætti ástralskra frumbyggja. Þar tiðkast það hjá ungum mönnum að búa í óbyggðum í allt að hálft ár þar sem þeir komast í nána snertingu við náttúruna og æðri anda. Eftir þetta teljast þeir fullnuma karlmenni. Þá sagði hún einnig frá áhuga hans á Stiklum Ómars Ragnarssonar. „Hann hefur gaman af svona sérvitringum eins og Gísla á Uppsölum. Matti er sérvitur og hefur hugrekki til að vera hann sjálfur," sagði Þórgunnur.
Tengdar fréttir Bifreið Matthíasar fannst brunnin Bifreið Matthíasar Þórarinssonar, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, fannst í gær í malarnámum nærri heimili hans. 13. janúar 2011 15:48 Árangurslaus leit að Matthíasi Eftirgrennslan eftir Matthíasi Þórarinssyni hefur enn engan árangur borið og fáar vísbendingar hafa borist um hvar hann gæti verið niðurkominn. „Við erum búnir að vera að púsla og fylla inn í púsluspilið, en raunverulega hefur það ekki borið neinn árangur. Við höfum fengið fáar vísbendingar um ferðir hans,“ segir Ágúst Svansson 19. janúar 2011 10:36 Matthías hefur ekki fundist Ekkert hafði spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðdegis í gær, en hans hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 18. janúar 2011 05:45 Enn lýst eftir Matthíasi - nýjar myndir af honum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í alllangan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 sm á hæð og ljósskolhærður, haldi til einhversstaðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri. 20. janúar 2011 19:48 Björgunarsveitir leita að Matthíasi Lögregla og björgunarsveitir munu í fyrramálið gera út leitarhópa í von um að finna Matthías Þórarinsson sem hefur verið saknað í nokkurn tíma. Lögregla hefur lýst eftir Matthíasi en það hefur engan árangur borið. Leitarhundar verða með í för um helgina en ekki hefur áður verið lagt í skipulega leit að Matthíasi, aðallega því lögregla hefur ekki vitað hvar skyldi leita hans. 14. janúar 2011 14:00 Móðir Matthíasar: „Mig dreymir hann á nóttunni“ „Auðvitað hef ég áhyggjur af honum. Mig dreymir hann á nóttunni. Núna síðast fannst mér hann kominn í eitthvað hús með fullt af listafólki sem var að stúdera Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Húsið hét Ásmundur. Matti hafði þá bara gleymt sér þar og gleymt að láta mig vita hvar hann var," segir Þórgunnur Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið týndur síðan fyrir jól. 21. janúar 2011 11:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Bifreið Matthíasar fannst brunnin Bifreið Matthíasar Þórarinssonar, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, fannst í gær í malarnámum nærri heimili hans. 13. janúar 2011 15:48
Árangurslaus leit að Matthíasi Eftirgrennslan eftir Matthíasi Þórarinssyni hefur enn engan árangur borið og fáar vísbendingar hafa borist um hvar hann gæti verið niðurkominn. „Við erum búnir að vera að púsla og fylla inn í púsluspilið, en raunverulega hefur það ekki borið neinn árangur. Við höfum fengið fáar vísbendingar um ferðir hans,“ segir Ágúst Svansson 19. janúar 2011 10:36
Matthías hefur ekki fundist Ekkert hafði spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðdegis í gær, en hans hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 18. janúar 2011 05:45
Enn lýst eftir Matthíasi - nýjar myndir af honum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í alllangan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 sm á hæð og ljósskolhærður, haldi til einhversstaðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri. 20. janúar 2011 19:48
Björgunarsveitir leita að Matthíasi Lögregla og björgunarsveitir munu í fyrramálið gera út leitarhópa í von um að finna Matthías Þórarinsson sem hefur verið saknað í nokkurn tíma. Lögregla hefur lýst eftir Matthíasi en það hefur engan árangur borið. Leitarhundar verða með í för um helgina en ekki hefur áður verið lagt í skipulega leit að Matthíasi, aðallega því lögregla hefur ekki vitað hvar skyldi leita hans. 14. janúar 2011 14:00
Móðir Matthíasar: „Mig dreymir hann á nóttunni“ „Auðvitað hef ég áhyggjur af honum. Mig dreymir hann á nóttunni. Núna síðast fannst mér hann kominn í eitthvað hús með fullt af listafólki sem var að stúdera Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Húsið hét Ásmundur. Matti hafði þá bara gleymt sér þar og gleymt að láta mig vita hvar hann var," segir Þórgunnur Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið týndur síðan fyrir jól. 21. janúar 2011 11:44