Innlent

Stórt timburhús rýmt á Klapparstíg í nótt

Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað að stóru fjórlyftu fjölbýlishúsi úr timbri, við Klapparstíg í Reykjavík, eftir að reyks varð vart á efstu hæð hússins um klukkan þrjú í nótt.

Lögregla rýmdi húsið í skyndingu og vistaði íbúa í strætisvagni. Slökkviliðsmenn beittu hitamyndavél og voru fljótir að finna upptökin, sem voru í eldfimum spæni undir gólfinu á efstu hæð. Þeir rifu upp gólfið og slökktu á strax, en ef eldur hefði náð að magnast, hefði hann getað borist um húsið á svip stundu, að mati slökkviliðsmanna.

Í ljós koma að húsráðandi í íbúðinni, þar sem eldurinn kviknaði, hafði misst logandi reykelsi í gólfið og glóð úr því komist á milli gólfborðanna ofan í spæninn. Engan sakaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×