Innlent

Jóhanna búin að greiða atkvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er búin að kjósa.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er búin að kjósa.
Jóhanna Sigurðardóttir greiddi atkvæði í Hagaskóla nú rétt eftir klukkan eitt í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafði áður greitt atkvæði utankjörfundar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands greiddi atkvæði um ellefuleytið.

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni er ívið betri en í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu ef marka má tölur sem bárust klukkan eitt í dag. Þá höfðu um 7785, eða 17,51%, kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður en í fyrra voru það 14,3%. Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 6966, eða 15,55%, kosið klukkan eitt en í fyrra voru það 12,65%. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 10744 kosið eða 17,7%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×