Innlent

Ögmundur ásælist ekki stól Steingríms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist eiga samleið með félögum sínum. Mynd/ Stefán.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist eiga samleið með félögum sínum. Mynd/ Stefán.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á samleið með félögum sínum í ríkisstjórninni í málefnum tengt Icesave. Þetta segir hann í nýjasta pistli á vefsíðu sinni. Þar gerir hann fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga að umræðuefni og samskipti sín við samherja í VG.

Hann segir að vissulega hafi verið ágreiningur við Steingrím J. Sigfússon, formann VG. „En í þessu máli var félaga mínum lítið gefið um mína framgöngu sumarið og haustið 2009 og framá árið 2010 og mér ekki sérlega skemmt yfir framgöngu ríkisstjórnarinnar. Síðan tók málið breytingum sem kunnugt er og aftur náðum við saman,“ segir Ögmundur.

„Alla tíð hef ég stutt Steingrím sem formann Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs - allar götur frá því við fórum um landið í ótal ferðum frá árinu 1998 til að undirbúa stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Síðan höfum við marga fjöruna sopið saman," segir Ögmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×