Körfubolti

Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson í Toyota-höllinni í Keflavík skrifar
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

"Þetta er alveg geðveikt. Við erum búnar að vinna að þessu í allan vetur og stefndum á það að vera hérna í lok tímabilsins og hér vorum við. Ég er rosalega stolt af liðinu," sagði Birna kát eftir að Íslandsbikarinn var kominn á loft.

"Ég bjóst við fimm leikjum á móti þeim en við vorum þvílíkt heppnar í fyrsta leiknum, annan leikinn unnum við með þremur, þannig að ég bjóst alveg eins við að tapa þessum," sagði Birna en Keflavík komst í 17-2 í upphafi leiks.

"Við ætlum að fara í þennan leik til þess að klára þetta en áttum alltaf von á þær myndi ná spretti á okkur til baka. Þær komu til baka en við héldum haus og það var það sem skipti máli," sagði Birna.

"Það var alveg kominn tími á að fá Íslandsmeistaratitilinn aftur í Keflavík. Þrjú ár var orðinn alltof langur tími. Ég fékk að lyfta bikarnum í þetta skiptið og vonandi fæ ég kannski að gera það á næsta ári líka," sagði Birna en það má finna allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×