Erlent

Morð um borð í kjarnorkukafbáti

Óli Tynes skrifar
HMS Astute á strandstað í fyrra.
HMS Astute á strandstað í fyrra.
Einn maður var skotinn til bana og annar særður um borð í breska kjarnorkukafbátnum Astute í dag. Kabáturinn liggur við bryggju í Southampton. Lögreglan verst allra frétta af atvikinu nema hvað sagt er að þetta hafi ekki verið hryðjuverkaárás. Ekki var sagt hvort skotmaðurinn tileyrir áhöfninni eða hvort hann var gestkomandi, en nokkrir gestir voru um borð.

 

Astute virðist hálfgerð óhappafleyta. Í okótber á síðasta ári strandaði kafbáturinn við strendur Skotlands og þáverandi skipherra var rekinn í land. Astute er nýjasti og stærsti kjarnorkukafbátur Breta. Hann var sjósettur árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×