Erlent

Hrotur í flugturninum

Óli Tynes skrifar
Þota lendir á Reagan flugvelli í Washington.
Þota lendir á Reagan flugvelli í Washington.
Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum ætla að endurskoða vaktafyrirkomulag í flugstjórnarmiðstöðvum eftir að upp komst að tveir flugumferðarstjórar á næturvakt sváfu mestalla vaktina. Í fyrra skiptið gerðist þetta á flugvellinum í Knoxville í Tennessee. Það var 19 febrúar síðastliðinn.

 

Þar eiga að vera tveir flugumferðarstjórar á vakt. Annar þeirra var svo þreyttur að hann lagði sig og svaf í fimm klukkustundir. Það kom ekki verulega að sök þar sem félagi hans afgreiddi sjö flugvélar sem komu inn til lendingar. Hinn syfjaði var engu að síður rekinn.

 

Hitt tilfellið var á Ronald Reagan flugvellinum í Washington mánuði síðar. Þar var aðeins einn flugumferðarstjóri á vakt og hann sofnaði. Þar komu að tvær flugvélar sem fengu engin svör frá flugturninum. Flugstjórarnir höfðu þá samband sín í milli og ákváðu í hvaða röð Þeir skyldu lenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×