Innlent

Vigdís greinir frá ákvörðun sinni á meðal framsóknarmanna

Vigdís Hauksdóttir var kjörin á þing í kosningunum í apríl fyrir tveimur árum.
Vigdís Hauksdóttir var kjörin á þing í kosningunum í apríl fyrir tveimur árum. Mynd/GVA
„Ég er búinn að taka ákvörðun og hún verður kynnt í ræðu minni á flokksþinginu á morgun," segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún hefur að undanförnu íhugað að bjóða sig fram gegn Birki Jóni Jónssyni varaformanni flokksins á flokksþingi framsóknarmanna sem hefst formlega á morgun og stendur til sunnudags. Á laugardag fer fram kosning í embætti formanns, varaformanns og ritara.

„Mér finnst framsóknarmenn eiga rétt á að heyra mín ákvörðun fyrstir," segir Vigdís sem hyggst taka til máls undir liðnum almennar umræður.

Birkir Jón var kjörinn varaformaður á sögulegu flokksþingi framsóknarmanna í byrjun árs 2009. Hann hefur átt sæti á Alþingi frá 2003 en Vígdís 2009 þegar hún náði líkt og formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kjöri í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×