Erlent

Neita að hafa haldið stúlku í kynlífsþrælkun í 18 ár

Hjónin Nancy  og Philip Garriado í dómsal.
Hjónin Nancy og Philip Garriado í dómsal. Mynd/AP
Hjón á sextugsaldri í Kaliforníu neita að hafa rænt 11 ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í 18 ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn.

Hjónunum Philip og Nancy Garriado er gefið að sök að hafa rænt Jaycee Lee Dugard í júní 1991 og haldið henni fanginni í skúr sem mun hafa verið vel falinn í garðinu bak við hús þeirra í bænum Antioch, nærri San Francisco í Bandaríkjunum.

Upp komst um málið fyrir tveimur árum. Síðan hafa hjónin setið í varðhaldi. Þau neita alfarið sök en búist var að þau myndu gangast við brotunum.

Á síðasta ári féllust yfirvöld í Kaliforníu á að greiða Jaycee háar bætur, en Philip var á

reynslulausn vegna kynferðisbrots þegar henni var rænt og áttu yfirvöld að fylgjast grannt með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×