Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fötluðum bróðurbörnum sínum, pilt og stúlku á táningsaldri. Þar með mildaði hann dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um eitt ár.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákærði hafi verið sakfelldur fyrir mjög gróf kynferðisbrot gegn börnunum sem báru traust til hans og honum hafði verið trúað fyrir. Hæstiréttur fann hann einnig sekan um að haft í fórum sínum fjölda af grófum barnaklámmyndum. Maðurinn á sér engar málsbætur, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hæstiréttur segir að stúlkan hafi búið við erfiðar félagslegar aðstæður og sagt frá því að hún hafi á undanförnum árum orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu annarra en ákærða. Brot ákærða séu ein og sér til þess fallin að hafa slæm áhrif á geðheilsu hennar.

Maðurinn var dæmdur til að greiða stelpunni eina milljón króna í bætur og drengnum 500 þúsund vegna brotanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×