Innlent

Auglýsingar fyrir 10 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áfram-hópurinn, sem berst fyrir samþykkt Icesave samningsins í kosningunum á laugardag, hefur varið tæpum tíu milljónum í auglýsingakostnað. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna.

„Til þessa hefur Áfram-hópnum tekist að safna 9.954.500 krónum. Fjórðungur framlaganna hefur komið frá einstaklingum, en að auki hafa 26 lögaðilar styrkt Áfram-hópinn um að meðaltali 286 þúsund krónur hver og koma þeir úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir á vef samtakanna.

Þá segja aðstandendur Áfram að þeim þyki vænt um öll þessi framlög, enda séu peningar nauðsynlegir til að reka svona baráttu, þó að sjálf verkin séu borin uppi af sjálfboðaliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×