Innlent

Priyanka hreifst af matnum og sjónum

Priyanka Thapa, nepölsk kona sem synjað var um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi, grét af gleði þegar ákveðið var að taka mál hennar fyrir aftur hjá útlendingastofnun, en til stóð að þvinga hana í hjónaband með sér mikið eldri manni í heimalandinu. Rætt var við hana í Íslandi í dag.

Móðir Priyönku og eldri bróðir sáu fyrir fjölskyldunni en hann lést í slysi árið 2008. Skömmu síðar frétti Priyanka í gegnum kunningja af íslenskri fjölskyldu sem vantaði au pair. Hún stökk á tækifærið og lagði af stað í sína fyrstu utanlandsferð yfir hálfan hnöttinn til að starfa hjá fjölskyldu í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Það var margt sem kom á óvart á nýja staðnum. „Ég hafði aldrei séð svona mikinn mat. Þegar ég kom hingað var ég svo undrandi yfir öllum matnum. Þetta var matur sem dugði til mánaðar," segir Priyanka sem hreifst einnig af sjónum. „Ég hafði aldrei á ævinni séð sjóinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×