Fótbolti

Ferdinand: Kominn tími á að við fengjum lukkuna í lið með okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand fagnar sigurmarki United með félögum sínum
Rio Ferdinand fagnar sigurmarki United með félögum sínum Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United vann 1-0 sigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Waye Rooney skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en undir lokins átti Cheslea að fá víti þegar Patrice Evra felldi Ramires.

Rio Ferdinand lék á ný með United í kvöld og hjálpaði liðinu að halda hreinu í fimmta útileiknum í röð í Meistaradeildinni.

„Var þetta vítaspyrna, kannski, kannski ekki. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Chelsea hefur haft heppnina með sér hérna undanfarin ár og það var kominn tími á að við fengjum lukkuna í lið með okkur," sagði Rio Ferdinand í viðtali við BBC eftir leikinn.

„Við héldum boltanum vel í fyrri hálfleik en það gekk eins vel í seinni hálfleik. Við vörðumst samt vel allan leikinn. Þú verður að verjast vel á völlum eins og þessum og allir okkar menn lögðu mikið kapp í vörnina í kvöld. Þetta voru góð úrslit en það er enn mikil spenna í þessu og þetta er ekki búið. Lykilatriðið er samt ef að við höldum hreinu í seinni leiknum þá erum við komnir áfram," sagði Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×