Innlent

Starf stjórnlaganefndar gekk furðu vel

Mynd/GVA
„Furðu vel verð ég að segja. Ég held að við höfum rennt alveg blint í sjóinn þegar að við hófum þetta starf og ekki gert okkur grein fyrir hvað beið okkar,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, um vinnu og tillögur nefndarinnar sem lagðar voru fyrir stjórnlagaráð í dag á fyrsta formlega fundi ráðsins. Stjórnlagaráð hefur það verkefni að undirbúa frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Rætt var við Guðrúnu í Kastljósi í kvöld.

Líkt og fram kom fyrr í dag leggur stjórnlaganefnd fram fjölmarga valkosti um breytingar, þar á meðal að minnihluti Alþingis geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu sem og ákveðinn hluti þjóðar. Þá setur nefndin fram þann valkost að framkvæmda- og löggjafarvald verði aðskilið þannig að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Ennfremur að sjálfstæði dómstóla verði styrkt og að kjördæmaskipan verði endurskoðuð. Þá leggur nefn

Aðspurð um málskotsrétt forsetans sem deilt hefur verið um svaraði Guðrún: „Það eru margar leiðir til og við setjum fram ýmsa valkosti. Síðan kemur í ljóst hvort stjórnlagaráðið ákveður að taka marga valkosti eða færri valkosti. Það má segja að þessi leið sem er í dag sé afar undarleg og furðuleg þessi 26. grein núverandi stjórnarskrá. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl til að sjá að það er hægt að gera þetta betur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×