Innlent

Hætt við fækkun öldrunarrýma á Barmahlíð

Erla Hlynsdóttir skrifar
Rekstur Barmahlíðar í Reykhólahreppi er tryggður
Rekstur Barmahlíðar í Reykhólahreppi er tryggður Mynd: Jón Sigurður
Hætt hefur verið við fækkun öldrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð í Reykhólahreppi. Þetta er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu og byggðar á Vestfjörðum sem kynntur var í gær. Þá var haldinn ríkisstjórnarfundur á Ísafirði og samþykkt 16 verkefni sem snúa að eflingu fjórðungsins.

Velferðarráðuneytið tilkynnti hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar í febrúar á þessu ári að heimilinu væri gert að fækka öldrunarrýmum úr 14 í 12 á árinu.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps sagði rekstrargrundvöll heimilisins þar með brostinn. Tvö rými á heimilinu samsvara til 14,4 milljóna króna framlags frá ríkinu, eða um 15% af heildarframlagi til heimilisins. Vegna þessa taldi hreppsnefndin að ekki væri lengur forsenda til að reka heimilið.

Nú hefur ríkisstjórnin kallað þennan niðurskurð til baka og mun heimilið starfa áfram í óbreyttri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×