Innlent

Önnur skip fá ekki að sigla til Landeyjahafnar

MYND/Arnþór
Ekkert virðist ætla að verða úr því að önnur farþegaskip eða farþegabátar en Herjólfur, fái að sigla á milli lands og Eyja, eins og bæjarstjóri Vestmannaeyja fór fram á  við innanríkisráðherra fyrr í vikunni.

Í svari Siglingastofnunar við erindi bæjarstjórans kemur fram að hafsvæðið milli Eyja og Landeyjahafnar sé í svonefndum B flokki og þurfi farþegaskip, sem þar sigla, að uppfylla tiltekin skilyrði. Aðeins tvö íslensk farþegaskip uppfylli þau, eða Herjólfur og Grímseyjaferjan Sæfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×