Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira