Fótbolti

Pepe: Við berum virðingu fyrir Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pepe.
Pepe.
Það er mikil spenna fyrir leik Real Madrid og Tottenham í í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar og leikið er á Spáni.

Portúgalski varnarmaðurinn Pepe verður í hjarta Madridar-varnarinnar og hann segir Real vera klárt í slaginn þó svo liðið hafi tapað mjög óvænt á heimavelli gegn Sporting Gijon um helgina.

Það var fyrsta tap liða José Mourinho á heimavelli í heil níu ár.

"Tapið var áfall fyrir okkur en við höfum þegar gleymt þeim leik. Við erum líklegri aðilinn í kvöld eins og svo oft áður í Evrópukeppnum. Það er samt ekki nóg, við þurfum að sýna hvað við getum á vellinum," sagði Pepe.

"Tottenham hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og við berum virðingu fyrir liðinu. Það eru ekki til neinir þægilegir leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar."

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×