Viðskipti erlent

Hátt olíuverð bítur í hjá dönskum fyrirtækjum

Hátt olíuverð á heimsmarkaði frá áramótum fer nú að bíta í hjá dönskum fyrirtækjum. Reiknað er með að þessar hækkanir  og miklar hækkanir á öðrum hrávörum muni lita uppgjör fyrirtækjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende er haft eftir Björn Schwarz greinenda hjá Syd Bank að reikna megi með að fyrirtækin fari nú að velta þessum verðhækkunum yfir á framleiðsluvörur sínar og þar með hækki verð til neytenda.

Það sé þó mismunandi hve mikið fyrirtækin geti hækkað verðlag sitt, án þess að missa viðskiptavini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×