Körfubolti

Anna María: Ég er keflvískur Njarðvíkingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, á von á svakalegri rimmu gegn Keflavík í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna. Fyrsti leikurinn verður á heimavelli Kefalvíkur í dag klukkan 16.00.

„Þetta eru tvö flott lið í flottum bæ. Þetta verður eitthvað svakalegt,“ sagði hún en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Þetta eru tvö jöfn lið og við erum nýbúnar að spila mjög skemmtilega rimmu gegn Hamar í undanúrslitunum,“ sagði hún en oddaleik þurfti til í henni. „Það er gaman að fá marga leiki en maður veit svo aldrei hvað gerist. En ég það er alls engin þreyta í okkar manskap, því get ég lofað.“

Sjálf er Anna María uppalin Keflvíkingur en hún gekk til liðs við Njarðvík fyrir fáeinum árum. „Ég lít á mig sem keflvískan Njarðvík í þessari baráttu. Ég bý í Keflavík og ber sterkar taugar til Keflavíkur. En það þýðir ekkert að spá í því núna.“

Hún segir að hugarfarið muna koma til með að ráða miklu. „Ef þú ert ekki með hausinn í lagi þá kemstu ekki langt. Ég á von á blóðugri baráttu inn í teignum enda bæði lið með flotta leikmenn þar. Það eru líka góðir skotmenn í liðunum sem kunna samt bæði að spila góða vörn.“

Keflavík er margreynt í úrslitarimmum sem þessari en Njarðvík er nú að spila til úrslita um titilinn í fyrsta sinn. „Það er kannski meiri pressa á þeim í þessari stöðu. Við höfum allt að vinna en engu að tapa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×