Innlent

Yfir sex þúsund lýsa yfir stuðningi við Priyönku

Priyanka Thapa
Priyanka Thapa
Yfir sex þúsund manns hafa lýst yfir stuðningi við Priyönku Thapa á Facebook.

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Priyanka segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að hún hafi brostið í grát þegar hún heyrði af úrskurðinum.

„Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka sem stendur frammi fyrir því að fara aftur til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt.

Í ákvörðun Útlendingastofnunar er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim.

Priyanka er 22 ára gömul kona frá Nepal en hún kom til Íslands fyrir rúmlega ári síðan en þá starfaði hún sem au-pari. Undanfarið hefur nú stundað nám á Keili með góðum árangri.

Viðtalið við Priyönku í Fréttablaðinu má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Facebooksíða til stuðnings Priyönku er hægt að nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×