Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2011 21:27 Það var svakaleg barátta í KR-höllinni í kvöld. Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira