Innlent

Breskur matgæðingur gefur hákarlinum falleinkunn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenskur hákarl er eins og túnfiskssalat sem maður hefur gleymt í skólatöskunni í þrjár vikur, segir Victoria Haschka, matargagnrýnandi, á fréttavefnum Huffington Post. Hún segir hákarlinn vera eins og áfall í barnæsku. Haschka kom til Íslands á dögunum og bragðaði þá hákarlinn. Einn biti var feykinóg fyrir hana.

„Þetta er svolítið eins og túnfiskssallat sem þú hefur gleymt á botni skólatöskunnar í þrjár vikur. Þetta er svona svipað og að pissa í buxurnar á almannafæri, ekkert frábært. En ég ákvað að smakka þetta svo þið þyrftuð ekki að gera það sjálf," sagði Haschka við áhorfendur sínar.

„Ég ætla aldrei að hoppa út úr flugvél á flugi þannig að ég ákvað að gera þetta í staðinn," sagði Haschka.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá Haschka gæða sér á hákarlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×