Innlent

Árlegur fundur fingrafararannsakenda

Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem leiðir starf hópsins, afhendir hér Finn Omholt Jensen viðurkenninguna.
Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem leiðir starf hópsins, afhendir hér Finn Omholt Jensen viðurkenninguna. Mynd: Ríkislögreglustjóri
Á vegum ríkislögreglustjóra Norðurlandanna starfar hópur sérfræðinga á sviði fingrafararannsókna í sakamálum sem hélt árlegan fund hér á landi í vikunni.

Megin tilgangur með starfi hópsins er að efla þekkingu lögreglumanna sem vinna með fingraför og gefa þeim kost á að gangast undir próf sem veitir viðurkenningu til að vera sérfræðingur á þessu sviði á öllum Norðurlöndunum.

Á fundinum að þessu sinni hlaut norskur starfsmaður sakamálastofnunarinnar Kripos viðurkenningu til fimm ára sem sérfræðingur í rannsókn á fingraförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×