Íslenski boltinn

Hannes: Gríðarlegur léttir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við uppeldisfélag sitt FH. Samningur Hannesar við félagið gildir út sumarið.

"Það er rosalega gott að vera kominn heim og gríðarlegur léttir að hafa klárað mín mál eftir margra mánaða óvissu," sagði Hannes við Vísi á blaðamannafundi í dag.

"Það hefur verið mikill gangur á mínum málum alveg síðan í janúar en meiðslin sem ég hef verið að glíma við settu stopp á langflesta samninga sem voru komnir í gang. Ég hef síðan neitað öðru enda fannst mér það ekki nægilega bitastætt," sagði Hannes sem er farinn að æfa á fullu með FH eftir meiðslin sem hann varð fyrir á rist.

"Ég á enn nokkuð í land og nokkur kíló sem verða að fjúka. Þetta kemur enda mánuður í mót," segir Hannes sem ætlar að byggja sig upp á Íslandi áður en hann reynir aftur fyrir sér erlendis.

Hannes er nokkuð bjartsýnn á sumarið.

"Ég hef sömu væntingar og allir í Krikanum eru vanir að hafa. Það hafa komið titlar hér sjö ár í röð og ég held að þessi hópur geti tekið þátt í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×