Innlent

Íslenski hesturinn í aðalhlutverki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenski hesturinn verður í aðalhlutverki á sýningunni.
Íslenski hesturinn verður í aðalhlutverki á sýningunni.
Á morgun verður opnuð sýning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg munu verða munir á sýningunni frá Árbæjarsafni frá þeim tíma þegar hesturinn gegndi meira hlutverki hvað varðar samgöngur en hann gerir í dag, gamlar myndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og nútíma reiðtygi.

Á sýningunni er líffræði hestsins gerð góð skil og ber þar hæst muna hesturinn Stjarni frá Kolkuósi. Stjarni er talin vera eini hesturinn sem fluttur hefur verið aftur heim til Íslands eftir að hafa dvalið erlendis ef frá er talinn Sóti hestur Gríms Thomsen. Um beinagrind Stjarna er að ræða sem er að sögn eiganda hans eina beinagrind af íslenskum hesti sem er rétt sett saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×