Innlent

Assange í góðu grúvi á Glaumbar

Myndband fer nú sem eldur í sinu um netheima en það sýnir stofnanda Wikileaks, Julian Assange í góðu stuði á Glaumbar árið 2009. Plötusnúðurinn Seth Sharpe sá um að þeyta skífum þetta kvöld og hann var svo hrifinn af dansfimi Assange að hann ákvað að festa hana á filmu. Fjallað var um málið á bloggsíðu Forbes tímaritsins í gær og þar er rætt við Sharpe sem segist ekki hafa ætlað að leka myndbandinu á Netið. Vinur hans hafi hinsvegar sett nokkrar ljósmyndir á netið og því hafi hann ákveðið að setja myndbandið í heild sinni í umferð.

Sharpe segist ekki hafa áttað sig á því um hvern var að ræða en að hann hafi þó beðið hann um leyfi til að taka sporin upp á band.

„Ég varð líka mjög innblásinn af því hvernig hann virðist geta sleppt sér á dansgólfinu og fannst áhugavert að leyfa öðrum að sjá þetta og skera úr um danshæfileika hans.“

Smellið á spilarann hér að ofan til þess að sjá Assange í sveiflu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×