Fótbolti

Ballack fékk sekt fyrir að syngja níðsöng um Kölnarliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Ballack með stuðningsmönnum Bayer Leverkusen.
Michael Ballack með stuðningsmönnum Bayer Leverkusen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta Michael Ballack, fyrrum leikmann Chelsea og núverandi leikmann Bayer Leverkusen, fyrir að taka undir í níðsöng um stuðningsmenn Köln. Ballack söng þarna með stuðningsmönnum Leverkusen eftir leik liðsins á dögunum.

Ballack er ennþá opinber fyrirliði þýska landsliðsins þótt að hann hafi verið valinn í landsliðið í að verða eitt ár en hann hefur við mikið meiddur upp á síðkastið.

Ballack klifraði yfir grindverk og fór til stuðningsmanna Bayer Leverkusen eftir heimaleik við Schalke 20. mars síðastliðinn og söng með þegar allur hópurinn fór með miður falleg erindi um erkifjendur sína í Köln.

Ballack baðst seinna afsökunar á framferði sínu en það kom þó ekki í veg fyrir að þýska sambandið ákvað að sekta hann. Ballack hafði lagt upp fyrra mark Leverkusen í 2-0 sigri á Schalke en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×