Viðskipti erlent

Írskir bankar þurfa 3.900 milljarða í viðbót

Álagsprófið á írsku bankana sem gert var opinbert í gærdag sýnir að bankarnir þurfa 24 milljarða evra í viðbót, eða um 3.900 milljarða kr., til að standast kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafé.

Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að með þessari upphæð sé kostnaður írskra skattgreiðenda vegna bankakerfis landsins kominn í 70 milljarða evra eða yfir 11.000 milljarða.

Í framhaldi af niðurstöðum álagsprófsins hafa írsk stjórnvöld boðið viðamikinn uppskurð á írska bankakerfinu sem miðar að því að endurvekja traust til þess. Á meðan verða írsku bankarnir háðir aðstoð frá evrópska seðlabankanum.

Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að byggja tvo stóra banka með sameiningum. Annar þeirra verður byggður í kringum Bank of Ireland, sem er stærsti banki landsins, og hinn verður myndaður með sameinginu Allied Irish Bank og EBS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×