NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 09:07 Ray Allen fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján. NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján.
NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30