Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði aðeins í morgun

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað aðeins í morgun eftir að olíumálaráðherra Saudi Arabíu sagði í gærdag að olíubirgðir heimsins væru nægar og raunar væri framboð af olíu of mikið á markaðinum.

Brent olían lækkaði um 0,25% í morgun og stendur í rúmlega 123 dollurum á tunnuna.

Á sama tíma hefur verð á gulli slegið enn eitt metið en únsan er komin í tæpa 1.490 dollara. Reiknað er með að gullið rjúfi 1.500 dollara múrinn á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×