Körfubolti

Hrafn: Besta vörn sem ég hef séð frá liðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við hrukkum heldur betur í gírinn í þriðja leikhlutanum," sagði Hrafn Krisjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.



„Við fórum að spila þann varnarleik sem við viljum sýna og þeir áttu fá svör. Mér fannst menn ekki mæta nægilega einbeittir til leiks en síðan í síðari hálfleik þá sýndum við okkar rétta andlit. Menn fóru að færa sig rétt í vörninni í þriðja leikhluta og þá small allt saman".

„Okkur leið nákvæmlega svona eftir fyrsta leikinn en þá fórum við í Ásgarðinn og töpuðum. Menn verða að vera einbeittir og mæta rétt innstilltir í næsta leik, okkur langar meira í þennan titil," sagði Hrafn.




Tengdar fréttir

Marcus og Mamma: Klárum dæmið í næsta leik

"Það sem hefur alltaf skilað okkur sigrum er varnarleikur okkar í síðari hálfleik. Um leið og liðið nær að stoppa 2-3 sóknir frá andstæðingnum þá smitað þar frá sér og við eflumst,“ sagði Walker.

Teitur: Þetta var bara búið í hálfleik

"Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en áttum aldrei séns í þeim síðari,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigurinn í kvöld.

Umfjöllun: KR átti í engum vandræðum með Stjörnuna

KR-ingar settust í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu Stjörnuna, 101- 81, í þriðja leik liðanna og leiða því einvígið 2-1. KR keyrði yfir Stjörnuna í þriðja leikhlutanum og voru tuttugu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir. Marcus Walker átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×