Erlent

Lofar endurgreiðslu ef áhorfendum finnst myndin léleg - stikla

Norski kvikmyndagerðamaðurin Geir Greni hefur lofað þeim sem sjá kvikmynd sína í norskum bíósölum, endurgreiðslu ef þeim líkar ekki við myndina.

Um er að ræða grínmynd sem heitir Umea for ever, en hún hefur fengið blendna dóma í fjölmiðlum auk þess sem aðsóknin er í lakara lagi.

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa séð myndina sem er frekar lélegt, jafnvel á íslenskum mælikvarða. Geir tók persónulegt lán fyrir gerð myndarinnar, og við honum blasir gjaldþrot, aukist aðsóknin ekki.

Hægt er að nálgast stiklu myndarinnar hér fyrir ofan. Hún er reyndar ótextuð en ætti að gefa einhver fyrirheit um skemmtanagildi myndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×