Erlent

Jórdanir rétta yfir skopmyndateiknara

Kurt væri alveg til í að vera viðstaddur réttarhöldin.
Kurt væri alveg til í að vera viðstaddur réttarhöldin.
Jórdanskur dómstóll hefur krafist þess að skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard verði viðstaddur réttarhöld yfir honum sem eru að fara að hefjast í höfuðborg landsins, Amman.

Westergaard var ákærður árið 2008 í Jórdaníu fyrir skopmyndir sem hann teiknaði af Múhammeð.

Hann er sakaður um að ýta undir hatur gegn múslimum í Evrópu. Sjálfur sagði teiknarinn í viðtölum við jórdanska fjölmiðla, að hann vildi gjarnan vera viðstaddur, en óttaðist að réttarhöldin yrðu ekki sanngjörn.

Kurt Westergaard hefur verið réttdræpur í huga harðlínumana síðan árið 2005 þegar hann teiknaði umdeildar myndir af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×