Erlent

Fleiri stúlkur en drengir í skátana

Stúlkur í skátunum.
Stúlkur í skátunum.
Í fyrsta skiptið í sögu bresku Skátanna hafa fleiri stúlkur skráð sig í samtökin en drengir.

Rúmlega fjögur þúsund stúlkur skráðu sig í skátana á síðasta ári á meðan tæplega fjögur þúsund drengir skráðu sig í samtökin sem Baiden Powell stofnað árið 1907.

Það var ekki fyrr en upp úr 1990 sem sex ára stúlkur og eldri máttu skrá sig í skátana og því er áfanginn nokkuð merkur.

Stúlkum var reyndar fyrst hleypt í skátana árið 1976 þegar fimmtán ára og eldri stúlkur og konur máttu ganga í þessu karlægu samtök.

Um er að ræða 88 prósent aukningu stúlkna í skátana síðan árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×