Innlent

Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?

Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína
Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína
„Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?," spyr blaðamaður Fréttatímans vegna misvísandi upplýsinga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sett fram um menntun sína. Fréttatíminn fjallar um menntun Sigmundar Davíðs í dag en formaðurinn svaraði ekki fyrirspurn um nákvæma menntun hans. Aðstoðarmaður formannsins gerði það ekki heldur, og þakkaði blaðamanni einfaldlega fyrir ábendinguna þegar hann var inntur eftir svörum.

Í Fréttatímanum kemur fram að Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína.

„Á vef Alþingis er menntun Sigmundar Davíðs framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Hvergi er minnst á doktorsgráðu eða skipulagshagfræði þar. Þetta verður síðan flóknara þegar kemur að tengslanetsíðunni Linked-in. Þar er hann skráður sem independent Architecture and Planning Professional sem menntaði sig í Oxford-háskóla á árunum 1995 til 2007. Aftur svolítið ruglingslegt því á Alþingissíðunni er hann búinn að læra stjórnmálafræði og í Morgunblaðinu árið 2009 er hann að fara að verja doktorsritgerð sína í Oxford jafnvel þótt hann hafi lokið námi þaðan árið 2007 samkvæmt Linked-in. Til að kóróna hringavitleysuna titlar hann sig á Facebook sem skipulagshagfræðing, menntaðan í Oxford-háskóla í hagfræði og hagrænni landafræði."

Sjá umfjöllun Fréttatímans í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×