Erlent

Líbía á sér enga framtíð með Gaddafi á valdastóli

Gaddafi er ekki vænlegur kostur til framtíðar.
Gaddafi er ekki vænlegur kostur til framtíðar.
Leiðtogar Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Gaddafi Líbíuleiðtogi verði að láta af völdum. Líbía eigi sér enga framtíð á meðan hann sitji á valdastóli.

Natóríkin hafa átti í erfiðleikum með að finna fleiri orustuþotur til þess að taka þátt í að viðhalda flugbanninu yfir Líbíu en Anders Fogh Rasmusen, framkvæmdastjóri Nató, hefur beðið aðildarríki um að bjóða fram aðstoð sína á fundi Nató sem er haldinn í Berlín. Enginn hefur brugðist við þeirri beiðni en vonir stóðu til að Spánverjar, Ítalir og Hollendingar kæmu til aðstoðar.

Þvert á móti hafa Brasilía, Rússar, Indland, Kína og Suður Afríka lýst því yfir opinberlega að Nató ætti að forðast að beita vopnuðu valdi í þessu máli.

Viðbrögð leiðtoga Bandaríkjanna, Breta og Frakka var að búa til sameiginlega yfirlýsingu, sem birtist í fjölmiðlum í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem skuldbindingar þjóðanna til þess að halda úti hernaði gegn Gaddafi var áréttuð; í ljósi þess að landið ætti sér enga framtíð með hann sem leiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×