Erlent

Konunglegir tvíburar heita Vincent og Jósefína

Óli Tynes skrifar
MYND/AFP


Hinir konunglegu tvíburar í Danmörku voru skírðir í dag. Strákurinn heitir Vincent Frederik Minik Alexander og litla prinsessan heitir Josephine Sophia Ivalo Mathilda. Með þessum nafngiftum er Grænland heiðrað í fyrsta skipti með þessum hætti, ídönsku konungsfjölskyldunni. Ísland var þannig heiðrað fyrir áratugum þegar hin ástsæla Margrét Alexandrina Þórhildur Ingrid var skírð.



Litli prinsinn ber nú grænlenska nafnið Minik og prinsessan nafnið Ivalo. Menn velta auðvitað fyrir sér hvað þessi nöfn þýði því grænlensk orð geta náð yfir ótrúlegustu hluti. Minik getur þannig þýtt eyrnamergur. En það þýðir líka -litla manneskja- sem er líklega það sem foreldrarnir hafa frekar haft í huga.



Ivalo getur þýtt -sein að hugsa- en einnig fiðrildi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×