Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 14. apríl 2011 16:02 MYND/Anton Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira