Viðskipti erlent

Green opnar verksmiðju í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sir Phillip Green íhugar að opna nýja verksmiðju í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Sir Phillip Green íhugar að opna nýja verksmiðju í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla.

Green hefur áður sett á fót skóla í Lundúnum sem tengjast verslunarveldi hans með góðum árangri. Daily Telegraph segir að sá skóli sé rekinn í samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Phillip Green er Íslendingum kunnugur eftir viðskipti hans með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×