Erlent

Flugumferðastjóri sofnaði á vaktinni

Flugumferð yfir Bandaríkjunum. Myndin er úr safni.
Flugumferð yfir Bandaríkjunum. Myndin er úr safni.
Flugumferðastjóri í Nevada í Bandaríkjunum reyndist vera sofandi á sama tíma og sjúkraflugvél þurfti að lenda á flugvellinum með þrjá sjúklinga innanborðs.

Flugumferðastjórinn var sofandi í sextán mínútur alls samkvæmt breska ríkisútvarpinu en flugvélin náði þó að lenda  heilu og höldnu þrátt fyrir allt.

Þetta mun vera í þriðja skiptið sem flugumferðastjóri sofnar á vaktinni í Bandaríkjunum og eru flugmálayfirvöld vestra að rannsaka tilvikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×