Erlent

Kínverjar banna kvikmyndir og þætti sem fjalla um tímaflakk

Það er ekki æskilegt að fara aftur í tímann og endurskrifa söguna að mati kínverskra yfirvalda.
Það er ekki æskilegt að fara aftur í tímann og endurskrifa söguna að mati kínverskra yfirvalda.
Kínverjar hafa brugðist harkalega við lýðræðisbyltungunum í Mið-Austurlöndum. Meðal annars svelta þeir tíbetska munka auk þess sem þeir hafa bannað þætti og kvikmyndir um tímaflakk.

Það var í gær sem bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að Kínverjar hefðu lokað tíbetsku munkaklaustri í Vestur-Kína. Ástæðan er sú að ungur munkur kveikti í sér sjálfum og brann til bana í lok mars. Af ótta við að sjálfsmorð munksins leiddi af sér óeirðir hafa yfirvöld meinað munkum að yfirgefa klaustur sitt og koma einnig í veg fyrir að þeir fái mat.

Þá ákváðu kínversk yfirvöld að banna alla sjónvarpsþætti sem fjalla um tímaflakk. Þannig hafa kvikmyndir eins og Aftur til framtíðar og Tortímandinn verði bannaðar í landinu. Auk þess sem Kínversk alþýða getur ekki lengur horft á kínverskar útgáfur af þáttunum Star Trek, X-files og Dr. Who.

Ástæðan fyrir banninu er einföld; það gengur gegn kínverskum hefðum að fara aftur í tímann og endurskrifa söguna að mati kínverskra yfirvalda, sem skynja talsverða ógn þarna.

Mikill órói hefur verið í Kína vegna lýðræðisbyltingarinnar í Mið-Austurlöndum. Óróinn hefur verið nefndur Jasmín-byltingin. Tilraunir Kínverja til þess að mótmæla hefur þó verið kæfðar niður jafn óðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×