Fótbolti

El Clásico fjórum sinnum á átján dögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, Real Madrid, og Lionel Messi, Barcelona.
Cristiano Ronaldo, Real Madrid, og Lionel Messi, Barcelona. Nordic Photos / AFP
Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona munu á næstunni eigast við fjórum sinnum á aðeins átján daga tímabili. Óhætt er að segja um að veislu sé að ræða fyrir knattspyrnuunnendur víða um heim.

Leikir þessara liða nefnast El Clásico á frummálinu og gildir þá einu í hvaða keppni þau mætast.

Veislan hefst nú strax á laugardaginn þegar að liðin mætast í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar verða að vinna að halda meistaravonum sínum á lífi en Barcelona er nú með átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Á miðvikudaginn í næstu viku er svo komið að úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þar sem þessir erkifjendur munu eigast við. Leikurinn fer fram á heimavelli Valencia.

Real Madrid komst í kvöld áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og mætir þá Börsungum tvívegis í undanúrslitunum, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þessi lið hafa mæst einu sinni í vetur og unnu þá Börsungar eftirminnilegan 5-0 sigur á heimavelli.

Leikir Real Madrid og Barcelona16. apríl, Santiago Bernabéu (Madríd):

Spænska úrvalsdeildin, 32. umferð

20. apríl, Estadio Mestalla (Valencia):

Úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar

Miðvikudagur 27. apríl, Santiago Bernabéu (Madríd):

Meistaradeild Evrópu, undanúrslit, fyrri leikur

Þriðjudagur 3. maí, Camp Nou (Barcelona):

Meistaradeild Evrópu, undanúrslit, síðari leikur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×