Erlent

Bandarískir ríkisborgarar fangar í Norður-Kóreu

Eina leið Norður-Kóreu til þess að fá fyrirmenni í heimsókn er með því að handtaka Bandaríkjamenn.
Eina leið Norður-Kóreu til þess að fá fyrirmenni í heimsókn er með því að handtaka Bandaríkjamenn.
Ótilgreindur fjöldi Bandarískra ríkisborgara er í haldi stjórnvalda í Norður-Kóreu samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Ekki hefur verið gefið upp hverjir það eru, en bandarísk stjórnvöld eru þögul sem gröfin.

Þessar fregnir koma upp á sama tíma og Hillary Clinton er væntanleg í opinbera heimsókn til Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu.

Ekki er langt síðan fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton fékk bandaríska ríkisborgara látna lausa í Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×