Innlent

Ungmenni lækka meðalaldurinn á borgarstjórarfundi

Fundarefnið eru málefni ungs fólks og ræddar verða tillögur frá ungmennaráðum í Reykjavík sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins munu flytja á fundinum.
Fundarefnið eru málefni ungs fólks og ræddar verða tillögur frá ungmennaráðum í Reykjavík sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins munu flytja á fundinum.
Á morgun munu fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja borgarstjórnarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt borgarfulltrúum. Fundurinn fer fram í fundarsal borgarstjórnar og hefst kl. 14. Fundurinn verður sendur beint út á vef Reykjavíkurborgar.   

Þrátt fyrir að meðalaldur borgarstjórnar í Reykjavík hafi lækkað talsvert síðustu áratugina mun hann lækka verulega þriðjudaginn 12. apríl næst komandi en þá taka fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna sæti á fundi með borgarstjórn sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Fundarefnið eru málefni ungs fólks og ræddar verða tillögur frá ungmennaráðum í Reykjavík sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins munu flytja á fundinum. Átta fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna sitja fundinn ásamt sjö borgarfulltrúum og því má segja að ungt fólk myndi tímabundið meirihluta í stjórn borgarinnar.   

Ungu fólki liggur ýmislegt á hjarta og á fundinum verða ræddar tillögur sem snúa að aðstöðu til íþróttaiðkunar og félagsstarfs, baráttunni gegn einelti og vanlíðan, bættum strætósamgöngum og einfaldari gjaldskrá, málefnum Vinnuskólans, veggjalist og tónlistarnámi, auk þess sem fyrir fundinum liggur tillaga um að tillögur ungs fólks um málefni sem þau varða verði betur fylgt eftir af hálfu borgarstjórnar.   

Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar er orðinn að árvissum viðburði og í ár er tíundi fundurinn á dagskrá. Með þessu móti er ungu fólki gefið tækifæri á að koma tillögum sínum og ábendingum um eigin málefni milliliðalaust til þeirra sem stýra borginni á hverjum tíma.   

Reykjavíkurráð ungmenna er samráðsvettvangur ungmennaráða í Reykjavík en alls starfa átta ungmennaráð í hverfum borgarinnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×