Innlent

Kannanir MMR reyndust nærri úrslitunum

Niðurstöður kannana MMR í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave þann 9. apríl síðastliðinn reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Í tilkynningu frá MMR segir að þannig hafi niðurstöður beggja kannana MMR sem birtust í vikunni fyrir kosningarnar verið innan vikmarka frá niðurstöðum kosninganna. Kannanir MMR voru jafnframt þær fyrstu sem sýndu fram á meirihlutastuðning við "nei" atkvæði.

„Helstu frávik í samanburði síðustu könnunar MMR fyrir kosningarnar og kosningaúrslitanna sjálfra voru þau að fjöldi þeirra sem kusu "nei" var 2,5 prósentustigum meiri en spáð var (en vikmörk könnunarinnar voru 3,6%),“ segir einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×