Fótbolti

Zlatan baðst afsökunar á rauða spjaldinu

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær
Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær Nordic Photos/Getty Images
Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær. Zlatan, sem leikur með AC Milan, fékk sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast og sagði hann einhver vel valin orð við aðstoðardómarann.

Það er ekki algengt að leikmenn mæti á blaðamannafundi eftir leiki á Ítalíu en Zlatan brá útaf þeim vana í gær og reyndi hann að minnka skaðann með því að ræða málin við blaða og fréttamenn. Enda ástæða til – þar sem hann var nýbúinn að taka út leikbann. Þetta er í annað sinn á nokkrum vikum sem hann fær rautt spjald en hann var rekinn af leikvelli þann 14. mars s.l. þar sem hann sló til leikmanns Bari, Marco Rossi.

Zlatan sagði á fundinum að hann hefði sagt þessi orð við sjálfan sig en ekki beint þeim að aðstoðardómaranum.

AC Milan vann leikinn 2-1 á útivelli og náði þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Clarence Seedorf kom Milan yfir á 8. mínútu og Brasilíumaðurinn Pato skoraði á 41. mínútu. Juan Vargas minnkaði muninn fyrir Fiorentina á 79. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×