Innlent

Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun

Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun. Myndin er úr safni.
Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun. Myndin er úr safni.
Eldingu laust niður í Hellisheiðarvirkjun í morgun og olli umtalsverðu tjóni. Raforkuframleiðsla datt niður í um klukkutíma en er nú aftur komin í gang.

Þremur eldingum sló niður austur af höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun með viðeigandi þrumum á eftir. Um svipað leiti urðu margar eldinar í Öræfasveit, suður af Vatnajökli.

Einni af þessum eldingum sló niður í Hellisheiðarvirkjun, nánar tiltekið í eina af fimm aflvélum virkjunarinnar. Tjón varð á stjórnbúnaði vélarinnar og varmastöð Hellisheiðarvirkjunar.

Framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni stöðvaðist af þessum sökum og er enn stopp. Rafmagnsframleiðsla var þó komin í lag um klukkutíma eftir að eldingunni laust niður. Viðgerðarmenn eru í óða önn að fara yfir tjónið en eldingin mun einnig hafa valdið skemmdum á lögnum á svæðinu.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, sagði í samtali við fréttastofu erfitt að meta tjónið að svo stöddu. Unnið verði að viðgerðum fram eftir degi og vonast sé til að heitavatnsframleiðsla komist fljótt í samt lag.


Tengdar fréttir

Ótrúlegt augnablik - náði myndum af eldingunni

"Ég var fyrir utan pósthúsið í Garðabænum þegar ég ætlaði að taka grínmyndband til þess að setja á Facebook og óska öllum gleðilegt sumar,“ segir Sævar Már Kjartansson, sem fyrri hreina tilviljun náði myndbandi af eldingu sem sló niður sunnan við Hafnarfjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×